Vatnsskurður

Vatnsskurður hentar vel til að skera hvað sem er og höfum við aðeins fundið eitt efni sem ekki er hægt að skera en það er hert gler. Það er þó hægt að skera venjulegt gler.

Við erum með þrjár tölvustýrðar vatnsskurðarvélar frá OMAX sem geta skorðið hvað sem er upp í 100 mm þykkt með ótrúlegri nákvæmni. Hægt er að skera plötur allt að 1500 x 3000 mm að stærð.

Við höfum skorið allt milli himins og jarðar allt frá 160 mm (hæð að spíss) þykku stáli, flatskjái, listaverk og allt þar á milli.

Vatnsskurður hefur þá eiginleiga að vera kaldur og herðir þar að leiðandi ekki brúnir efnisins sem er skorið. Vatnsskurður hentar því mjög vel til forvinnslu fyrir renniverkstæði og sparar slit á snittöppum, rennistálum og fræsitönnum.

Með hjálp þrívíddarforrita er hægt að teikna og hanna hlutinn sem á að smíða. Setja plötu í vatnsskurð, útbúa suðutakka og gera beygjuprógram. Með þessum hætti er hægt að minnka smíðatíma og sjá fyrir vandamál áður en framkvæmd hefst. 

Ef þig vantar að láta skera eitthvað geturðu komið teikningu til okkar á tölvutæku formi. Við tökum við flestum tegundum skrá en best er þó að það sé DXF/DWG eða á þrívíddarformi STP/SLDPRT

Ef þú átt ekki teikningu getum við líka teiknað fyrir þig.

Nákvæmni

3000x1500x100mm

Sker allt

Kaldur Skurður

Flísaskurður

Vatnsskurður hentar sérstaklega vel fyrir flísar, þar sem hættan á því að brjóta flísina er töluvert minni í vatnsskurði heldur en með hefðbundnum aðferðum. Við getum að sjálfsögðu gert öll munstur, göt og hvaðeina.

Það hefur því færst í aukana að fagmenn leiti til okkar til að skera flísar. Hjá okkur er ekkert mál að skera út fyrir blöndunartækjum, klósettum, baðkörum, brúnum eða annarri fyrirstöðu.

Það sparar oft mikinn tíma og kostnað að þurfa ekki eyða tíma í brotnar flísar.

 Við viljum að sjálfsögðu hjálpa þér að skila vel unnu og fallegu verki.

VERÐ

Viðmið hjá okkur hefur verið í gegnum tíðina; 

– 7.000 kr. fyrir 60×60 flís eða minni

– 12.000 kr. fyrir 80×80 – 100×100 flísar.

– 50.000 – 100.000 kr. fyrir flísar af stærð 120×120 eða stærri.

– 1.700 kr. pr. meter (Miðað við yfir 10.000 mm skurð).

Þessi viðmið eru ekki tæmandi en gefa grófa mynd af kostnaði.

Verð á skurði fara eftir því hversu lengi skurðarvélin er frátekin fyrir verkið.

Best er að mæta á staðinn með merktar flísar.

Panta Vatnsskurð

Hér til hliðar er hægt að panta vatnsskurð, eða senda fyrirspurnir.

Teikningar skila sér til okkar í tölvupósti og síðan tekur skurðardeild við þeim.

Mikilvægt er að teikningar séu á formi sem við getum með góðu móti opnað.

Mikilvægt er að taka fram efni og efnisþykkt í skilaboðum eða á teikningu

    Komdu í heimsókn

    Við erum að Suðurhellu 7 Komdu í heimsókn og við leysum verkið

    Hringdu

    Ertu með spurningu hringdu þá og við svörum henni

    Sendu tölvupóst

    Vantar þig að koma einhverju í skurð sendu teikningar í tölvupósti á skurðardeildina

    Hafa samband